Pulmonaria mollissima

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
mollissima
Íslenskt nafn
Dúnlyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár-blár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Rætur eru svarbrúnar, fremur sverar. Stönglar uppréttir, dálítið greinóttur ofantil, 20-25 sm háir, stutt kirtil-dúnhærð, stinnhærð. Grunnlauf visna eftir blómgun, langydd. Stöngullauf legglaus, aflöng-lensulaga til mjó egglaga, 5-12 x 1,5-2,5 sm, grunnur mjókkar smám saman eða eru næstum hjartalaga, langydd.
Lýsing
Blómskipunin allt að 8 sm, stoðblöð lensulaga, 0,6-1,4 sm. Bikar mjó-bjöllulaga, 8-11 sm, stutt kirtildúnhærð, stinnhærð, flipar allt að 1/3 af lengdinni, flipar þríhyrndir. Krónan fjólublá-blá, breið pípulaga, víðari ofan til, um 1,4 sm, flipar útstæðir, næstum hálfkringlótt, ginleppalaus. Fræflar festir neðan við ginið, frjóhnappar um 2 mm. stíll nær upp í miðja krónupípuna. Smáhnetur hliðflatar, um 3,5 mm, næstum hárlausar.
Uppruni
Kína, Kazakhstan, Kyrgystan, Mongólía, Rússland, Tajikistan, Turkmenistan, Uzbekistan; SV Asía, Evrópa.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=3&taxon-id=200019175, HS
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að haust.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skógarbotn, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Hefur verið mjög lengi undir þessu nafni í Lystigarðinum.