Grunnlauf egglaga til oddbaugótt-lensulaga, með blöðkur allt að 60 x 12 sm, efra borð ekki flekkótt, mjúk viðkomu með stutt og löng hár og kirtilhár. Grunnur blöðkunnar mjókkar smám saman í allt að 60 sm langan legg. Blómskipunin þétt dúnhærð. Krónan blápurpura. Krónupípan hærð innan neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) um það bil 5 x 4 mm.
Uppruni
M & SA Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í fjölæringabeð, í breiður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst vel. Harðgerð og auðræktuð planta.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki með bláfjólubláum litblæ eru í ræktun erlendis en ekki verið reynd hér svo sem 'Royal Blue' og 'Mournful Purple'.