Pulmonaria australis

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
australis
Íslenskt nafn
Burstalyfjurt*
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár til bláfjólublár.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Uppréttir blöðugir stöngar. Grunnblöð fá, lítil, blettalaus eða með lítt áberandi blettum, egg-lensulaga. Efra borð laufa með mislöngum þornhárum og alltaf meira eða minna kirtilhærð. Stöngulblöðin egglaga-aflöng, ydd.
Lýsing
Blóm í þéttum skúf. Króna blá-bláfjólublá
Uppruni
M Alpafjöll & S Þýskaland (eingöngu skv. þýskri heimild).
Heimildir
http://www.infochembio.ethz.ch/links/botanik_rauhblatt_pulmonaria.html
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í breiður.
Reynsla
Fremur sjaldséð í ræktun og í mikilli útrýmingarhættu. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel.