Uppréttir blöðugir stöngar. Grunnblöð fá, lítil, blettalaus eða með lítt áberandi blettum, egg-lensulaga. Efra borð laufa með mislöngum þornhárum og alltaf meira eða minna kirtilhærð. Stöngulblöðin egglaga-aflöng, ydd.
Lýsing
Blóm í þéttum skúf. Króna blá-bláfjólublá
Uppruni
M Alpafjöll & S Þýskaland (eingöngu skv. þýskri heimild).
Fremur sjaldséð í ræktun og í mikilli útrýmingarhættu. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel.