Pseudotsuga menziesii

Ættkvísl
Pseudotsuga
Nafn
menziesii
Ssp./var
f. caesia
Höfundur undirteg.
(Schwer.) Franco
Íslenskt nafn
Dögglingsviður
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. glauca v. caesia (Schwer) Fitsch.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól/skjól.
Blómalitur
Kk blóm appelsínurauð, kvk græn-fjólublá.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Pseudotsuga menziesii f. caesia er millifrom milli v. menziesii og v. glauca. Ungar greinar þess standa næstum láréttar út.
Lýsing
Ársprotar eru hárlausir, grágrænir, ilma dauft ef þeir eru núnir. Lauf ögn kambskipt, matt grágræn, með dálítið af loftaugum á efra borði, gráhvítar rákir á því neðra. Könglar 4-6 sm, forblöð sveigjast út miðtönnin er mjög mjó, 0,8 mm eða styttri.
Uppruni
Kanada (SA Breska Kólumbía) til Idaho.
Harka
7?
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré. Þetta er harðgerðasta gerðin af Pseudotsuga.
Reynsla
Í Lystigarðinu er til ein planta sem sáð var til 1996, gróðursett í beð 2001, hefur kalið af og til fram til 2005, ókalin 2006 og síðar, fallegt og lofar góðu.