Lauf minni og stinnari en á aðaltegundinni, hárlaus neðan, laufleggir ekki með kirtla. Blómin hvít, í þéttum uppréttum eða uppsveigðum klösum. Steinaldin næstum svört.
Uppruni
Klettafjöll (frá Kaliforníu til Bresku Kólumbíu).
Harka
Z2
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2000, fallegt 5-6 m hátt tré, sem blómstrar mikið.
Yrki og undirteg.
'Xanthocarpa' með gul aldin
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Padus virginiana subsp. melanocarpa (A. Nelson) W.A. Weber