Prunus virginiana

Ættkvísl
Prunus
Nafn
virginiana
Íslenskt nafn
Virginíuheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
2-3,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 3,5 m eða sjaldan lítið tré. Ungar greina hárlausar.
Lýsing
Lauf 8×4,5 sm, breið-öfugegglaga eða breiðoddbaugótt, snögg-odddregin, hárlaus, snarp-dúnhærð í öxlum æðastrengjannan, annars hárlaus, mjög fínsagtennt. Blóm 1 sm í þvermál, hvít, í nokkuð þéttum, 30-blóma klösum. Steinaldin hnöttótt, dökk rauð til svört, steinar sléttir.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
Z2
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning. Vex í skógarjöðrum og með ströndum fram.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1994, 3-4 m hátt, kelur lítið hin síðari ár, blómstrar mikið. Þar að að auki eru til 5 plöntur sem sáð var 1990, og flestar gróðursettir í beð 1994 (eða 1993), flestar kala lítið eða ekkert hin síðari ár, vaxa vel, eru orðnar 3-4 m háar, blómstra yfirleitt talsvert.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis sem vert væri að reyna hérlendis. Þar má nefna 'Canada Red', 'Nana', 'Pendula' og fleiri.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Padus virginiana (L.) M. Roem.