Lágvaxinn, lauffellandi runnni, allt að 1,5 m hátt á 10-20 árum og álíka breiður eða verður lágvaxið kjarr. Smágreinar hárlausar.
Lýsing
Lauf allt að 9×2,5 sm öfugegglaga eða aflöng, dálítið þykk, ydd, snarptennt, dökk, glansandi græn á efra borði, ljósari neðan, hárlaus. Blóm 13 mm eða meir í þvermál, bleikrauð, legglaus, fjölmörg, 1-3 saman, Steinaldin 2,5 mm, egglaga, grágul, floshærð-langhærð, steinarnir breið-egglaga, hrjúfir.
Uppruni
M Evrópa til A Síberíu.
Harka
Z2
Heimildir
1, http://www.rhs.org.uk
Fjölgun
Sáning eða sumargræðlingar með undirhita.
Notkun/nytjar
Sem stakur runni eða í blönduð beð. Auðræktaður í rökum en vel framræstum, meðalfrjóum jarðvegi. Plantan er snyrt eftir þörfum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1994 og gróðursett í beð 2006, ekkert kal skráð.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Amygdalus nana L.