Jarðlægur runni, vex flatur á jörðinni, allt að 30,5 sm hár.
Lýsing
Lauf mjórri en á aðaltegundinni, breikka að oddi venjulega bogadregin eða snubbótt, mjókka smám saman að grunni, bláhvít neðan. Steinaldin hnöttótt-sporvala.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
Z2
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004, og eina aðfengna (frá Finnlandi), sem gróðursett var í beð 2009. Allt eru þetta smáar plöntur, allt að 10 sm háar, ekkert kal, engin blóm ennþá.