Prunus pumila

Ættkvísl
Prunus
Nafn
pumila
Íslenskt nafn
Sandkirsi
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, allt að 1,5 m hár, stöku sinnum hálf-jarðlægur. Ungar greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf 4 x 1,7 sm, öfuglensulaga til mjó-öfugegglaga, grunn-sagtennt, snögg-odddregin, grágræn ofan, bláleit neðan. Laufleggir 8 mm langir. Axlablöð bandlaga-lensulaga, óreglulega stutt-fjaðursepótt. Blómin hvít, 2-4 saman. Blómleggir 12 mm löng, bikartrekt bollalaga, bikarflipar sagtenntir, Krónublöð 12,5 mm, í þvermál, mjó-öfugegglaga, með bil á milli krónublaðanna. Steinaldin 1 sm í þvermál, hálfhnöttótt, dökkrauð.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
Z2
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð, í raðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Í Lystigarðinum var til ein planta sem sáð var til 2001 og í reit til 2011.