Prunus padus

Ættkvísl
Prunus
Nafn
padus
Yrki form
Laila
Íslenskt nafn
Heggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 10 m +
Vaxtarlag
Stór, uppréttur runni.
Lýsing
'Laila er kvæmi af hegg sem ber óvenju mikið af blómum.
Uppruni
Kvæmi.
Harka
Z3
Heimildir
Thörgersen 1988.
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakt tré, nokkur saman í óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem komu sem græðlingar 1978 og voru gróðursettar í beð 1984. Ekkert kal hin síðari ár og blómstra árlega.
Útbreiðsla
Kvæmið fannst villt úti í náttúrunni á bakka árinnar Torneå og var flutt í garð frú Lailu í Kukkola. Kvæminu var fyrst fjölgað af Dr. Gunny Larson 1972. Þetta kvæmi minnir á fjallagerð heggsins Prunus padus. v. borealis.