Stofnar djúppurpura, laufin purpura með koparlitri slikju í fyrstu, seinna dökkgræn með purpuraslikju á neðra borði. Blómin bleik, fagurrauð í knúppinn.
Uppruni
Yrki er frá Urshult í Smálöndum.
Harka
Z3
Heimildir
1, Thörgersen, 1988.
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Stakir runnar eða tré, í óklippt limgerði og fleira.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem komu sem græðlingar 1979, gróðursettar í beð 1986, góðar plöntur sem kala lítið sem ekkert og blómstra árlega.