Smágreinar, neðra borð laufa, laufleggir og blómskipanir með þétt brúnt ullhár. Lauf löng og hvassydd.
Uppruni
NA Asía (Hebei, Henan, Liaoning, Nei Mongol, Shanxi).
Harka
3
Heimildir
= 1, 7, http://efloras.org Flora of China
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, stakstæð tré. Náttúrulegir vaxtastaðir eru skógarbrekkur, runnaþykkni í dölum, rakar brekkur í 1200-2000 m hæð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988 og þrjár plöntur sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1994, allar fóru illa í vorhreti 2003, annars er oftast lítið kal. Þetta eru margstofna runnar, 3-4 m háir.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Padus avium var. pubescens (Regel & Tiling) T.C. Ku & B.M. Barthol.