Sól eða hálfskuggi, en aldinin eru betri á sólríkum vaxtarstað.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré allt að 5 m hátt.
Lýsing
Lauf 8×4,5 sm öfugegglaga, rófuydd-odddregin með ögn af löngum mjúkum hárum og fölgræn að neðan, stöku sinnum með aðlæg, mjúk hár á efra borði, skert og tví-sagtennt og hvasstennt. Laufleggir allt að 3 sm, hárlausir. Blómin bleik í 1-3 blóma legglausum sveipum eða í sveiplíkum hálfsveip, blómleggir allt að 3 sm, hárlausir. Bikartrekt 5 mm, hárlaus, bikarflipar 4 mm, krónublöð 12 mm, grunnsýld. Steinaldin 8 mm, hnöttótt, purpurasvört.
Uppruni
Japan.
Sjúkdómar
Plöntur af þessari ættkvísl eru einkar viðkvæm fyrir hunangssvepp (Armillaria mellea). Hunangs sveppur vex stundum á birkistubbum í birkiskógum hérlendis.
Best er að fjölga plöntunni með fræi, það þarf 2-3 mánaða forkælingu og best er að sá fræinu um leið og það er þroskað í sólreit. Sáið fræi sem hefur verið geymt um tíma í sólreit eins snemma árs og hægt er. Verjið fræið fyrir t.d. músum. Fræið er fremur lengi að spíra, það getur tekið 18 mánuði. Dreifplantið fræplöntunum hverri í sinn pott þegar þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær. Ræktið þær í gróðurhúsi eða sólreit fyrsta veturinn og plantið þeim út síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar með hæl í júlí/ágúst í sólreit. Sumargræðlingar af gróskumiklum plöntum að vori í sólreit. Sveiggræðsla að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð og sem stakt tré. Þrífst í vel framræstum, rökum-rakaheldnum jarðvegi, vex vel í kalkbornum jarðvegi. Plantan kýs að dálítið kalk sé í jarðveginum, er líkleg að verða blaðgrænulaus/blaðgrænulítil ef kalkið verður of mikið. Flestar tegundir af þessari ættkvísl hafa grunnar rætur og mynda rótarskot ef ræturnar verða fyrir skaða.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1989 og gróðursett í beð 1994, dálítið kal gegnum árin.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Cerasus nipponica (Matsum.) H. Ohba