Lauffellandi runni eða lítið tré, 6-10 m hátt, álíka breitt, með gráan börk sem flagnar af í disklaga hreistrum.
Lýsing
Lauf allt að 13×7 sm, egglaga eða öfugegglaga, stutt-odddregin, bogadregin við grunninn, græn og hárlaus ofan, ljósari og dúnhærð á æðum á neðra borði, gróftennt, tennur misstórar. Laufleggur allt að 18 mm, axlablöð bandlaga eða flipótt, jaðrar með kirtla. Blóm allt að 3 sm í þvermál, í næstum legglausum, 2-3 blóma sveipum, blómleggir allt að 2 sm, venjulega hárlausir. Bikar rauður, bikartrektin allt að 5 mm, mjó-öfugkeilulaga, flipar allt að 5 mm. Krónublöð allt að 12 mm × 1 sm, hvít, stundum bleikmenguð, aflöng-egglaga til hálfkringlótt, trosnuð. Steinaldin, allt að 3×2 sm, aflöng-egglaga, appelsínurauð til djúp skarlatsrauð til appelsínugul-gul. Steinar 2×1,5 sm, aflangir-egglaga.