Prunus maximowiczi

Ættkvísl
Prunus
Nafn
maximowiczi
Íslenskt nafn
Dúnheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 7,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré allt að 7,5 m hátt, stundum allt að 12 m eða hærri. Greinar útstæðar.
Lýsing
Lauf 4,5×3,5 sm, öfugegglaga, snögg-oddregin, fleyglaga við grunninn, gróftennt, ein- eða tvískert, greinilega dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Laufleggir 1 sm langir, þéttdúnhærðir. Blóm 1-5 sm í þvermál, rjómahvít, í uppréttum, 5-10 blóma hálfsveip-klasa, blómleggir 1,5 sm, dúnhærðir, með stór, lauflík stoðblöð við grunninn. Bikartrekt 4 mm, keilulaga-bollalaga, bikarblöð ydd, sagtennt, fræflar oft 30 eða fleiri. Steinaldin 8 mm í þvermál, hnöttótt, svört.
Uppruni
Japan, Kórea, Mansjúria (Amúr).
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré eða í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var 1982, báðar hafa kalið mismikið gegnum árin.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Cerasus maximowiczii (Rupr.) Kom.