Hálfupprétt, útbreitt tré, allt að 9 m hátt eða hærra. Ungar greinar eru grá-dúnhærðar.
Lýsing
Lauf 4,5×3 sm, breið-egglaga til kringluleit-öfugegglaga, hárlaus, stöku sinnum dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, tennur smáar, bogtennt. Laufleggir 12,5 mm langir, kirtilhærðir. Blóm 14 mm í þvermál, hvít, í 5-7 blóma hálfsveip-klasa. Bikartrekt 3,5×3,5 mm, bollalaga, bikarblöð 3 mm, heilrend. Steinaldin 6 mm, hnöttótt-egglaga, svört.
Uppruni
Evrópa, Litla Asía.
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur í reit sem sáð var til 2001.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Cerasus mahaleb (L.) Mill.