Lauffellandi, útbreiddur runni allt að 1 m hár, ungir sprotar gráir eða svartir, hárlausir. Myndar rótarskot.
Lýsing
Lauf samanbrotin í bruminu, bogtennt, með snubbóttar eða bogadregnar tennur, með dökka jaðarkirtla. Laufin verða allt að 5(-6) sm, aflöng-oddbaugótt, öfugegglaga eða lensulaga, hvassydd eða snubbótt, grunnur fleyglaga, hárlaus glansandi dökk-græn ofan, miklu ljósari neðan. Laufleggir allt að 1,5 sm, axlablöð mjó, bandlaga, tennt. Blómin allt að 1,5 sm breið eru (2)-4-5 saman í legglausum stilk, blómleggir allt 2,5 sm, hárlausir. Bikarblöð verða baksveigð, bikartrekt bjöllulaga, krónublöð allt að 7 mm, hvít öfugegglaga venjulega skert. Steinaldin eru súr, allt að 1,5 sm, hálfhnöttótt, venjulega broddydd, dökkrauð. Steinarnir yddir í báða enda.