Þetta yrki er yfirleitt einstofna sem ungt tré, krónan er tiltölulega mjó og keilulaga.
Lýsing
Berin á þessu yrki eru bragðgóð. Þegar tréð blómstrar er það með bleika slikju þar sem bikarblöðin og miðja blómanna er rauðleit. Yrkið má líka nota sem skraut tré. Súrkirsi eru venjulega mjög súr og einkum heppileg í mauk og saft, en Rauhala-kirsuberin er líka hægt að borða fersk þar sem þau eru greinilega sætari og stærri en til dæmis ber hjá yrkjum svo sem Stevnsbär eða Mustila Morelli sem eru súr. Steinaldinin eru dökkrauð, stór og með sætubragð.
Uppruni
Yrki. Rauhala súrkirsiber eru upprunnin í Pihtipudas í Mið-norður Finnlandi.