Stór og mikill runni eða lítið tré með hvelfda krónu allt að 6 m hátt. Ungar greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf 6,5×3,5 sm, mjó-egglaga til oddbaugótt-öfugegglaga, ydd, fín- og sagtennt dökk glansandi græn ofan, hárlaus, stöku sinnum ögn dúnhærð neðan þegar þau eru ung, Laufleggir 1,5 sm hárlaus, oft með kirtla. Blóm 23 mm í þvermál, hvít, í legglausum sveipum með allmörg blóm. Blómleggir allt að 3 sm, bikartrekt er breið-krukkulaga. Steinaldin 18 mm í þvermál, hálfhnöttótt, dökkrauð, steinar 8×7 mm, oddbaugóttir.