Prunella x webbiana

Ættkvísl
Prunella
Nafn
x webbiana
Íslenskt nafn
Skrautblákolla
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Skær lillableikur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Eftirsóknarverður, harðgerð, fjölær jurt, 25 sm há, kröftug. Neðstu laufin skert.
Lýsing
Blómin í þéttu axi. Blómin eru fremur stór, fallega skær lillableik.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
www.mooiemoestuin.nl/bloemenzaden/prunella-x-webbiana-gruss-aus- isernhagen/, www.jardindupicvert.com/4daction/w-partner/brunelle-prunelle-rosea-prunelle-webbiana.1518, www.Zaaisite.nl/info/prunella-w-freelanderblue.htm
Fjölgun
Sáning, skipting. Fræinu er sáð í febrúar við 18-22°C, spírar á 1-3 vikum.
Notkun/nytjar
Í kanta, meðfram stígum, sem þekjuplanta. Miklu blómviljugri en blákolla (P. vulgaris).
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2013, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Rosea' er með purpurableik blóm, ´Freelander Blue' er með bleik-fjólublá blóm.