Þéttdúnhærð fjölær jurt. Stönglar allt að 30 sm háir. Lauf allt að 7 x 3 sm, efstu laufin fjaðurskipt, neðri laufin flipótt eða fjaðurskipt, laufleggur enginn eða allt að 4 sm langur.
Lýsing
Blómskipunin með eitt par af háblöðum, stoðblöð 10 x 15 mm. Bikar 10 mm, efri vörin þverstýfð, tennurnar vart greinanlegar, tennur á neðri vörinni band-lensulaga, allt að 2,5 mm, kögraðar. Króna allt að 18 mm, gulhvít, sjaldan rósrauð-bleik eða purpura.