Prunella hyssopifolia

Ættkvísl
Prunella
Nafn
hyssopifolia
Íslenskt nafn
Lensublákolla
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár, sjaldan móhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus eða lítið eitt hærð, allt að 40 sm há. Laufin 3-8 x 0,3-1,8 sm, band-lensulaga til oddbaugótt-lensulaga, heilrend, venjulega legglaus, neðstu laufin stundum með stuttan legg.
Lýsing
Blómskipunin laufótt, stoðblöð 10 x 10 mm, bikar 8 mm, tennur á efri vör misstórar, tennur á neðri vör 3 mm, lensulaga, randhærðar. Krónan 15-18 mm, fjólublá, sjaldan móhvít.
Uppruni
SV Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2015.