Prunella grandiflora

Ættkvísl
Prunella
Nafn
grandiflora
Íslenskt nafn
Garðablákolla
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Djúp-fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Lítið dúnhærður fjölæringur, allt að 60 sm hár. Laufin 10 x 4 sm, egglaga til egg-lensulaga, jaðrar heilrendir eða bogtenntir, laufleggur allt að 9 sm.
Lýsing
Blómskipunin ekki háblöð, stoðblöð allt að 2 x 2 sm. Bikar 15 mm, tennur á efri vör misstórar, tennur á neðri vör 3-4 mm, lensulaga, kögraðar. Krónan meira en 18 mm (allt að 30 mm), varir djúp-fjólubláar, krónupípan móhvít.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í beð á skýldum stöðum.
Reynsla
Meðalharðgerð jurt, þarf skýli yfir veturinn ef hún á að lifa af öryggi. Hefur verið sáð í Lystigarðinum 2003, er í sólreit 2015.
Yrki og undirteg.
'Pagoda' ofl. fallegar en breytilegar sortir.