Fjölæringur með skríðandi jarðstöngla. Stönglar uppréttir eða útstæðir, laufóttir, lítið eitt greinóttir. Laufin egglaga eða lensulaga, stakstæð, legglaus eða á stuttum legg. Lauf er hært neðan í fyrstu, en hárin hverfa með aldrinum. Laufin lykja ekki um stöngulinn neðst.
Lýsing
Blómin stök eða í fáblóma sveip, endastæðum, hvít eða grængul, oftast álút. Blómhlífarblöð 6, ekki samvaxin, oft ögn útblásin neðst. Fræflar 6, við grunn blómhlífarblaðanna, jafn langir og eða dálítið lengri en blómhlífarblöðin. Frjóhnappar opnast með rifu. Frjóþræðir hárlausir, eggleg yfirsætið, 3-hólfa. Stíll 1, óskiptur eða með 3-skipt fræni eða stílarnir eru 3. Aldinið er ber. Berin eru appelsínugul til rauð með 6-12 fræjum.