Fjölæringur með skríðandi jarðstöngla. Stönglar uppréttir eða útstæðir, laufóttir, lítið eitt greinóttir. Laufin egglaga eða lensulaga, stakstæð, legglaus eða á stuttum legg. Lauf hárlaus að mestu. Laufin lykja ekki um stöngulinn neðst.
Lýsing
Blómin sívöl til bjöllulaga, stök eða í fáblóma sveip, endastæðum, hvít eða grængul, oftast álút. Blómhlífarblöð 6, hvít eða með græna slikju, ekki samvaxin, oft ögn útblásin neðst allt að 3 sm löng.Blóm 2-6 í knippi, blómhlífarblöð 1-3 sm. Fræflar styttri en blómhlíarblöðin. Stíll allur stutthærður. Ber appelsínugul til rauð með 5-9 fræjum.