Primula x pubescens

Ættkvísl
Primula
Nafn
x pubescens
Yrki form
'Dusty Miller'
Íslenskt nafn
Frúarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ýmsir litir svo sem gulir, bláir, rauðir, bleikir, purpura með hvítt auga og líka hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Lágvaxnar, þéttar plöntur, dæmigerð 'Dusty Miller' er með mélug lauf.
Lýsing
Laufin heil í þéttum hvirfingum við jörð, mynda smá saman þó nokkrar breiður. Blóm á stöngulendum blaðlausra stöngla í fáblóma sveipum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1, penprimulas.com/Auricula-Old-Yellow-Dusty-Miller
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð, í þekju/breiður
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð planta.