Lágvaxnar, þéttar plöntur, ekkert mél á blöðum og blómum.
Lýsing
Laufin heil í þéttum hvirfingum við jörð, mynda smá saman þó nokkrar breiður. Blóm á stöngulendum blaðlausra stöngla í fáblóma sveipum.
Uppruni
Garðablendingur.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, upp úr sáningum geta komið allskonar litaafbrigði!
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð, í þekju/breiður, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð planta. Frægust sorta er tvímælalaust 'Mrs. J.H. Wilson' sem er mjög víða í görðum norðanlands og þrífst prýðilega.
Yrki og undirteg.
(Mörtulykill (P. auricula x roðalykill (P. hirsuta)).Þessi margbreytilega grúppa er fengin fram með því að krossa afkomendur náttúrulegra blendinga og aðrar ákveðnar tegundir. Mörg yrki eru í ræktun svo sem 'Mrs. J.H. Wilson' rósrauð með hvítt auga, 'The General' rauð með gulu auga, 'Faldonside' fagurrauð með ljósu auga, 'Alba' hvít, 'Alpine Mixed', 'Blue Velvet' og mörg önnur yrki.