Rétt nafn nokkuð á reiki en hér notast við RHS - löglega nafnið er þá P. Pruhonicensis Hybrids og síðan er sortarheitum skeytt aftan við.
Lýsing
Blómin einstök á stöngulendunum.
Uppruni
Garðablendingur.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
1, 12
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldatímabil.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Elínarlykill hefur gengið undir fleiri nöfnum s.s. P. x helenae hort. og P. x juliana hort. Þessir blendingar vaxa vel og blómgast mjög mikið í frjóum, rökum jarðveg í hálfskugga. Það verður að fylgjast vel með því að jarðvegsþreyta hrjái þær ekki um of, því verður að skipta þeim á 3-5 ára fresti og færa þær á nýjan vaxtarstað, annars drepast þær. (Heim.: 11).Sortir blómgast snemma vors og standa lengi í blóma.