Ýmsir litir svo sem rauðir, gulir, bleikir, bláir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölmörg falleg yrki, lítt reyndar hérlendis.
Lýsing
Ótalmargir blendingar með ýmiskonar blómliti, blóm á grönnum stilk, einstök, sýnast spretta upp úr blaðbreiðunni. Blöð öfugegglaga, óreglulega tennt.
Uppruni
Garðablendingar
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þurfa ekki kuldatímabil til að spíra.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Nefnd yrki úr lista frá Thompson & Morgan, sortir síðan oft notaðar til kynblöndunar með öðrum tegundum svo úrvalið eykst enn. Hafa verið reynd hér, en yfirleitt skammlífar og verða því að teljast í viðkvæmari kantinum.
Yrki og undirteg.
'Crescendo F1 Mixed', 'Pacific Giants', 'Paradise', 'Regal Supreme', 'Aladdins Cave', 'Large Flowered Mixed' og fleiri.