Líkur týrolalykli (P. clusiana), mararlykli (P. glaucescens) og tígullykli (P. spectabilis) en minni. Lauf í þéttum blaðhvirfingum
Lýsing
Lauf allt að 4 x 1,2 sm, alveg heilrend, lensulaga eða oddbaugótt, hárlaus en með kirtla á blaðjöðrum. Blómstönglar allt að 7 sm með 1-2 blóma sveipi. Blóm allt að 2,5 sm í þvermál. Bikar egglaga, klofinn að 1/3 í snubbótta flipa. Krónupípa 2 x lengd bikars, flipar borðalaga, mjósýldir, bleikfjólubláir.