Primula vulgaris

Ættkvísl
Primula
Nafn
vulgaris
Ssp./var
ssp. balearica
Höfundur undirteg.
(Willk.) W.W. Sm. & Forrest
Íslenskt nafn
Laufeyjarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur m/dökkgulu auga, mjög ilmandi.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Blómstrar einna fyrstur lyklanna. Blómstöngull er enginn, en blómin sýnast standa einstök á grönnum stilkum sem ná rétt upp úr blaðbreiðunni.
Lýsing
Lauf græn á neðra borði, langur laufleggur, lengri en blaðkan, blóm hvít með dökkgulu auga.
Uppruni
Spánn (Mallorka).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldatímabil.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Myndar blómknúppa á haustin og bíður síðan fram eftir vetri eftir góðu hlýju veðri til að halda áfram.