Primula vulgaris

Ættkvísl
Primula
Nafn
vulgaris
Íslenskt nafn
Laufeyjarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósgul m/dökkgulu auga.
Blómgunartími
Apríl-maí (vor).
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Blómgast með þeim fyrstu af lyklunum.
Lýsing
Lauf 5-25 x 2-6 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga, bogadregin í oddinn, grunnur mjókkar smám saman í stuttan legg með breiðan væng, óreglulega tennt, hárlaus á efra borði en stutthærð á æðstrengjum á neðra borði. Engir eiginlegir blómstönglar. Blóminstönglar allt að 25 sm, uppréttir eða álútir, loðnir. Bikar 1-2 sm, pípulaga, með 5 greinileg rif, oft bleikleitur. Krónan allt að 4 sm í þvermál, flöt skífa, gul með daufa, ógreinilega appelsínugula bletti við grunninn, sjaldan hvít, bleik, rauð eða purpura. Krónupípa jafnlöng og bikarinn, flipar breiðir, skarast og eru grunn- og breiðsýldir. Fræhýði styttri en bikarinn.
Uppruni
Evrópa, N-Afríka, Tyrkland, Ísarel, Líbanon, Sýrland, Íran, Russland.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldatímabil.
Notkun/nytjar
Steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Algengur í görðum. Myndar knúppa á haustin og bíður síðan fram eftir vetri eftir góðu hlýju veðri til að halda áfram. Mjög harðgerð og auðræktuð tegund.
Yrki og undirteg.
Deilitegundir ssp. vulgaris Lauf græn á neðra borði, stuttur blaðstilkur, blóm gul. -------------ssp. balearica (Willk.) W.W. Smith & Forrest. Lauf græn á neðra borði, langur laufleggur, lengri en blaðkan. Blómin hvít. Heimkynni: Spánn (Mallorka). ----------------------ssp. heterodroma (Stapf.) W.W. Smith & Forrest. Lauf með hvítleit hár á neðra borði. Blóm fjólublá, purpura, rauð, bleik, hvít eða gul. Heimkynni: Suðurströnd Kaspíahafs, Íran & Aserbajan. ----------------ssp. sibthropii (Hoffmann) W.W. Smith & Forrest. Lauf grágræn (dúnhærð) á neðra borði, mjókka oft í greinilegan legg, sem er næstum jafnlangur blöðkunni. Blóm purpura, lillalit, rauð, bleik eða hvít, sjaldan gul. Heimkynni: N & M Grikkland, Tyrkland, Krímskagi, Kákasus.(Mjög algeng í ræktun á Akureyri.) ---------------