Primula villosa

Ættkvísl
Primula
Nafn
villosa
Íslenskt nafn
Dúnlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikleit með bláleitum blæ.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lík roðalykli (P. hirsuta), dalalykli (P. daoensis) og hlíðalykli (P. pedemontana) en öll plantan er þakin dökkum, rauðleitum kirtlum, 0,1 mm. Laufin eru stærri og aflengri og blaðhvirfingar opnar.
Lýsing
Blaðhvirfingin er útbreidd með breið-mjó-öfugegglaga eða spaðalaga, laufblöð. Lauf að 15 x 4 sm tennt til enda (stundum heilrend), kjötkennd. Bæði blöð og stönglar þakin fíngerðu rauðleitum kirtlum (kiritlhærð), stundum svo að plantan virðist rauðleit, endar hára brúnleitir eða svartir. Blómstilkar allt að 15 sm, fremur sterklegur, venjulega lengri en laufin. Krónan bleikleit með bláleitum blæ. Blóm eru 4-12 eða fleiri saman í sveip á 3-15 sm háum, stinnum blómskipunarlegg, um 2,5 sm í þvermál. Fræhýði lengri en bikarinn.
Uppruni
S Austurríki, SA Frakkland, N Ítalía, Balkanskagi.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, sem undirgróður.
Reynsla
Er í uppeldi af og til og var til hér áður og fyrr. Tegundin er með þeim fallegri í auricula-deildinni.