Primula vialii

Ættkvísl
Primula
Nafn
vialii
Íslenskt nafn
Mongólalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Blá-fjólublár / rauðir knúppar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst (síðsumar).
Hæð
30-40 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Blaðhvirfingar, sérkennileg blómskipan á 30-40 sm löngum blómstönglum.
Lýsing
Laufblöð 10-20 (-30) x 4-7 sm, upprétt, lensulaga, bogadregin í oddinn, mjókka niður í vænjaðan legg, mjúk-dúnhærð, óreglulega tennt með niðurorpna jaðra. Blómstönglar 30-60 sm, fremur stinnir, hárlausir, mélugir ofan til, flöskulaga ax með fjölda blóma. Bikar skarlatsrauður, krónan blá-fjólublá, flipar mjóir, yddir, heilir.
Uppruni
Kína (NV Yunnan, SV Szechuan).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skýld skrautblómabeð eða steinhæðir.
Reynsla
Tæplega meðalharðgerð planta, en ætti að halda við frá ári til árs, t.d. með sáningu og/eða skiptingu. Rækta á skjólgóðum stað í góðri birtu. Ein af uppáhaldstegundunum, en því miður reynist hún oft skammlíf í ræktun.