Gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfing með upprétt lauf í fyrstu en verða smátt og smátt útbreiddari eftir því sem líður á sumarið. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
Lýsing
Blaðkan er oddbaugótt, meira eða minna grálóhærð á neðra borði, oft hárlaus, mjókkar smám saman að löngum laufleggnum. Bikar 1,5-2 sm, oft mikið hærður. Krónan 1,8-2,8 sm, krónupípan nær fram úr bikarnum.
Uppruni
SA Rússland, N Asía, A Tyrkland.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori. Fræ þarf ekki kuldatímabil.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð, í breiður.