Gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfing með upprétt lauf í fyrstu en verða smátt og smátt útbreiddari eftir því sem líður á sumarið. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
Lýsing
Lauf 5-20 x 2-6 sm, jarðlæg eða upprétt, egglaga til egglaga-aflöng, gróf og óreglulega tennt, oddur bogadreginn til snubbóttur, laufblaðkan mjókkar smám saman í mjóan vængjaðan legg. Blómstönglar allt að 30 sm háir, dúnhærðir smáum gráum hárum, með allt að 16, ilmandi, meira og minna drúpandi blóm í nær einhliða sveip. Bikar 8-15 mm, stutthærður, flipar yddir. Króna allt að 3 sm breið, bollalaga eða flöt skífa, gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn hvers flipa. Krónupípa nær út úr bikarnum, flipar eru breiðir, skarast og eru grunnsýldir.
Uppruni
Evrópa, V Asía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori (fræ þarf ekki kuldatímabil).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð, í breiður.
Reynsla
Ein útbreiddasta prímúlutegundin, mjög algeng og víða ræktað. Blómgast snemma vors og er alveg ómissandi í garða. Blandast gjarnan með huldulykli og/eða laufeyjarlykli. Tegundin og allar undirtegundir þrífast afar vel bæði norðan- og sunnanlands.
Yrki og undirteg.
ssp. veris Laufblaðkan mjókkar snögglega að blaðleggnum, venjulega hærð á neðra borði, bikar ekki lengri en 1,5 sm. Krónan allt að 1,2 sm breið, bollalaga, krónupípan jafnlöng bikarnum.Heimkynni: Evrópa, Íran, Tyrkland, Rússland. --------------------ssp. canescens (Opiz) Lüdi. Lauf mjókka smám saman að laufleggnum, grádúnhærð á neðra borði, bikar 1,6-2 sm. Krónan 8-20 mm í þvermál, grunn skállaga, krónupípa jafnlöng bikarnum. Heimkynni: Evrópa (Alpafjöll, Pýreneafjöll, og fjöll á Spáni). ------------------ssp. columnae (Tenore) Lüdi. Laufblaðkan endar snögglega við lauflegginn, með hvít hár á neðra borði. Bikar 1,6-2 sm, krónan 1-2,2 sm í þvermál, flöt skífa. Krónupípa nær fram úr bikarmunnanum. Heimk.: Fjöll á M Spáni, M Ítalíu, N-Grikklandi og NA Tyrklandi. ------------------ssp. macrocalyx (Bunge) Lüdi. Laufblaðkan mjókkar smám saman að laufleggnum, með grá há eða hárlaus á neðra borði. Bikar 1,5-2 sm, keilulaga, þétthærður. Krónan 1,8-2,8 sm í þvermál, flöt skífa, krónupípan nær fram úr bikarnum. Heimkynni: SA Rússland, Kákasus, S Mið-Asía til A Síberíu.