Primula spectabilis

Ættkvísl
Primula
Nafn
spectabilis
Íslenskt nafn
Tígullykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikrauður til lillalitur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-15 sm
Vaxtarlag
Lauf 1,5-10 x 1-4 sm, ystu laufin eru alveg við jörð, breið egg-tígullaga til öfugegglaga til oddbaugótt eða aflöng, snubbótt til hvassydd, glansandi, með dreifðar, smár dældir á efra borði sem birtast sem svarta doppur, jaðrar brjóskkenndir.
Lýsing
Blómstilkar 2-15 sm , blómskipunin 2-5 blóma, stoðblöð 2-15 mm, band-lensulaga, rauðmenguð. Blómleggir 3-20 mm, uppréttir. Bikar 3-15 mm, pípulaga, flipar egglaga eða lensulaga, fræflar purpuralitir. Króna 2-4 sm, bleikrauð til lillalit, augða hvítt, flipar öfugegglaga, greinilega framjaðraðir, kirtilhærðir neðan.
Uppruni
Við Gardavatn, N Ítalíu. (endemísk).
Sjúkdómar
Engir
Harka
6
Heimildir
= 1, www.iucnredlist.org/details, encyclopedia.alpinegardensociety.net/plants/Primula/spectabilis
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir. Fer að blómstra treglega með aldrinum.
Reynsla
Þrífst vel í Gasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
Einlend (endemísk) á N Ítalíu, fundin á mörgum stöðum, ekki talin vera í útrýmingarhættu..