Primula sinopurpurea

Ættkvísl
Primula
Nafn
sinopurpurea
Íslenskt nafn
Hélulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Réttara: = P. chionantha Balf.f. & Forrest
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Upprétt blöð og blómstönglar.
Lýsing
Lauf 5-35 x 1,5-5 sm, aflöng-lensulaga, fínlega jafnsagtennt, gulmélug á neðra borði, mjókka niður í grunninn.Blómstönglar 30-45 sm, 6-12 drúpandi blóm í hverjum sveip. Stoðblöð að 1 sm, egglaga til lensulaga. Blómstilkar að 2,5 sm, álútir.
Uppruni
V Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að hausti, skipta þarf oft, helst annað hvert ár, sáning að hausti. Auðvelt að rækta upp af fræi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Er af og til í uppeldi og ræktun í Lystigarðinum.