Primula scotica

Ættkvísl
Primula
Nafn
scotica
Íslenskt nafn
Skotalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkpurpura.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
4-8 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin fínleg tegund. Öll plantan er mélug með jafnlanga blómleggi.
Lýsing
Lauf 1-5 x 0,4-1.5 sm, oddbaugótt, aflöng eða spaðalaga, heilrend eða gistennt, bogtennt, oftast mikið mélug á neðra borði. Blómskipunarleggir oftast 1-2, 0,5-6 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Stoðblöð 2-5 mm, lensulaga, grunnur næstum sekklaga, snubbótt. Krónublöð 5-8 mm, dökkpurpuralit með gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.
Uppruni
N Skotland.
Harka
4
Heimildir
= 1, scottishwildlifetrust.org.uk/visit/wildlife/S/schottiish-primerose/, https://en.wikipedia.org/wiki/Primula_scotica
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, framan til í fjölæringabeð.
Reynsla
Fín steinhæðaplanta. Reynsla af ræktun hennar er fremur stutt, oft skammlíf. Gróðursett fyrst 2002.
Útbreiðsla
Einlend (endemísk) í Skotlandi, aðeins fundin í Caithness, Sutherland og Orkneyjum. Náskyld maríulykli (P. stricta) og dofralykli (P. scandinavíca).