Lágvaxin fínleg tegund. Öll plantan er mélug með jafnlanga blómleggi.
Lýsing
Lauf 1-5 x 0,4-1.5 sm, oddbaugótt, aflöng eða spaðalaga, heilrend eða gistennt, bogtennt, oftast mikið mélug á neðra borði. Blómskipunarleggir oftast 1-2, 0,5-6 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Stoðblöð 2-5 mm, lensulaga, grunnur næstum sekklaga, snubbótt. Krónublöð 5-8 mm, dökkpurpuralit með gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.