Primula Pruhnicensis Hybrid

Ættkvísl
Primula
Nafn
Pruhnicensis Hybrid
Yrki form
'Queen of the Whites'
Íslenskt nafn
Elínarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Réttara: P. x pruhonicensis Bergmans
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Myndar brúsk.
Lýsing
Laufin glansandi, eru stundum rauðbrún snemma vors. Blómin stök á stöngulendum, blöð fremur stór og gróf, tennt. Blómin stór, hreinhvít.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
1, Primeln.
Fjölgun
Sáning að hausti, skipting eftir að plantan hefur blómstrað.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir, í kanta. Þessar plöntur vaxa vel og blómstra mjög mikið í frjóum, rökum jarðvegi í hálfskugga. Það verður að fylgjast vel með þeim því sennilega verður moldin í kringum þær "þreytt". Það þarf því að skipta þeim á 3-5 ára fresti, annars drepast þær. Plantið þeim annars staðar eða skiptið um jarðveg á sama stað.