Laufin vaxa upp af sterklegum jarðstönglum, hárlaus eða ögn hærð á efra borði, venjulega með þétt, hvít eða rauðleit þornhár eða ullhærð eða lítið eitt hærð á neðra borði. Laufblaðkan 2-10 x 2-10 sm (stöku sinnum allt að 16 x 16 sm), breið-þríhyrnd eða egglaga til kringlótt, grunnur meira eða minna hjartalaga. Flipar 7-11, breið-egglaga, næstum heilrendir til greinilega tenntir. Blaðlggir 2-20 sm, venjulega mjög hvíthærðir. Blómstönglar 10-50 sm, lengri en blaðkan, venjulega sterklegir eða hærðir með 1-3 kransa með 2-12 blómum í hverjum kransi. Blómleggir 5-25 mm, hærðir, beinir eða álútir. Bikar 5-12 mm, pípulaga eða næstum sívalur, hærður, klofinn til hálfs með kraga með margar æðar.Krónan 1-2,5 sm í þvermál, flöt með kraga eða stöku sinnum kragalaus, fölbleik til fagurrauð blóm, purpuralit eða vínrauð með gulgrænt, gult til appelsínugult auga. Krónupípa lengri en bikarinn. Flipar breiðsýldir eða sjaldan tenntir. Fræhýði næstum jafnlangt bikarnum.
Uppruni
SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæð, í þyrpingar, í kanta.
Reynsla
Er af og til í Lystigarðinum. Nokkuð breytileg, bráðfalleg tegund, ein fallegasta tegundin í deildinni. Vex best í frjóum, rakaheldum jarðvegi á skuggsælum stað.