Öll plantan mélug. Blöðin upprétt í blaðhvirfingum. Sterklegir blómstönglar.
Lýsing
Laufin í hvirfingu, laufleggur langur og grannur, með væng. Blaðkan egglaga til bogaformuð-oddbaugótt, oftast með bogadreginn grunn, heilrend eða með ógreinilegar tennur, safarík, hárlaus.Krónan trektlaga, purpurableik með gult gin, 10-20 mm breið, samvaxin með mjóa trekt, 5-flipótt, flipar sýldir. Bikar bjöllulaga, greinilega gáróttur. Ein fræva. Blóm í þéttum 2-3 blóma sveip efst á blómstilknum.Aldin mjó, 5-hólfa, 10-16 mm, langt hýði, miklu lengri en bikarinn.