Primula nutans

Ættkvísl
Primula
Nafn
nutans
Íslenskt nafn
Bjöllulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár með gult auga.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Öll plantan mélug. Blöðin upprétt í blaðhvirfingum. Sterklegir blómstönglar.
Lýsing
Laufin í hvirfingu, laufleggur langur og grannur, með væng. Blaðkan egglaga til bogaformuð-oddbaugótt, oftast með bogadreginn grunn, heilrend eða með ógreinilegar tennur, safarík, hárlaus.Krónan trektlaga, purpurableik með gult gin, 10-20 mm breið, samvaxin með mjóa trekt, 5-flipótt, flipar sýldir. Bikar bjöllulaga, greinilega gáróttur. Ein fræva. Blóm í þéttum 2-3 blóma sveip efst á blómstilknum.Aldin mjó, 5-hólfa, 10-16 mm, langt hýði, miklu lengri en bikarinn.
Uppruni
N Asía, N Rússland, N Skandinavía, Alaska.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.liontoporti.com/soumi/en/kukkakasvit/siberian-primrose
Fjölgun
Skipting að hausti, skipta oft, helst annað hvert ár, sáning að hausti, auðveldur í uppeldi af fræi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð. Náttúrulegur vaxtarstaður er sendið og grýtt engi meðfram sjó.
Reynsla
Ekki til í garðinum eins og er, en hefur verið reynd og lifði þá aðeins eitt vaxtartímabil og dó síðan. Ástæða er til að reyna betur.