Myndar hvirfingar þykkra, stinnra laufa. Blómstönglar uppréttir til útstæðir, trékenndir. Lauf visna að hausti og eftir verða egglaga, mélug brum sem lifa veturinn.
Lýsing
Laufblöð allt að 10 x 4 sm, kjötkennd, stinn, grágræn, meira eða minna mélug, verða grágræn, aflöng til öfugegglaga, mjókka smám saman í breiðan stuttan legg, lauf snubbótt með reglulega skörðóttar, hvítkantaðar tennur. Blómstönglar allt að 12 sm, mélugir. Blóm allt að 20, reglulega raðað. Blómskipunarleggir allt að 2 sm, stinnir, uppréttir. Bikar allt að 3 mm, mjög mélugir. Króna allt að 3 sm í þvermál, grunntrektlaga, kóngablá til lilla eða bleik, stöku sinnum hvít með mélugt auga. Krónupípan allt að 4 x bikarinn. Flipar breiðir, snubbóttir, skarast stundum, skiptir að 1/4 í tvo hluta.
Uppruni
S Frakkland, N Ítalía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, sem undirgróður.
Reynsla
Hefur dafnað vel norðanlands. Í F1 frá 1992.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis og eitthvað af þeim í ræktun hérlendis.Einnig til hvít afbrigði.