Blómstönglar uppréttir, trjákenndir, þykk, stinn lauf í hvirfingum við jörð, lauf sölna að hausti og eftir verða mjó, græn brum sem lifa veturinn.
Lýsing
Lauf allt að 18 x 5 sm. tiltölulegaa upprétt, snubbótt og breiðlensulaga, mattgræn, ekki mélug, með límkirtla, ilmandi, heilrend, bylgjuð eða gróftennt, laufleggir næstum jafnlangir blöðkunni, með vængi.Blómstönglar allt að 20 sm, límugir, grannir en sterklegir. Blóm 2-25 í einhliða sveip, blómskipunarleggir allt að 2 sm, drúpandi. Bikar allt að 6 mm. Króna allt að 2 sm í þvermál, fjólublá til rauðpurpura með hvítt auga, stöku sinnum hvít, stundum ögn mélug í ginið, mjótrektlaga. Krónupípa allt að 1,4 sm, 4 x lengd bikarsins, sívöl, flipar aflangir, skarast ekki, grunnsýldir til klofnir að 1/3 eða svo. Fræhýði hnöttótt jafnlöng bikarnum.
Uppruni
V Evrópa (Alpafjöll, A Pyreneafjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Mjög harðgerð og auðræktuð tegund, hefur verið lengi í ræktun - frá 1984 í N1 (Prímúlubeðinu).