Plantan er ekki mélug, renglótt. Blaðhvirfingin opin.
Lýsing
Lauf bogadregin, 2-10 x 0,5-3 sm, grófbogtennt, grunnur djúp-hjartalaga. Laufleggir grannir, mynda slíður um grunninn, greinilega rauðleitir. Enginn blómskipunarleggir, blómskipunin í oddi jarðstöngulgreina. Stoðblöð 3-4 mm, bandlaga til lensulaga. Blómleggir jafn langir eða lengir en laufleggirnir. Bikar mjó-pípulaga, 5-8, með áberandi gárur, flipar lensulaga. Króna 2-3 sm í þvermál, hringlaga, djúp blá-rauðrófupurpura, dökkrauðari kringum gult augað.
Uppruni
Rússland, Kákasus.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldameðferð.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í N1-G frá 1957 að því talið er. Dugleg og mjög blómsæl tegund. Mjög góð garðplanta. Heimkynni júlíulykils eru raklend engi og grasivaxnar klettasyllur hátt til fjalla.