Meðalstór planta, sumargræn, blómstilkar uppréttir, lauf við grunninn.
Lýsing
Lauf næstum jarðlæg, breið öfugegglaga, fölgræn með óreglulegar tennur, miðstrengur skærrauður, laufleggur ógreinilega afmarkaður. Blómstönglar allt að 45 sm, lengri en laufin, ekki méluð, sterklegir, grænir eða rauð- eða purpuramengaðir, með 1-6 kransa af 3-10 blóma krönsum láréttum, jafnlöngum 2 sm blómleggjum. Bikar allt að 8 mm, grænn til purpuralitur, oftast rauðgrænn, hvítmélugur að innan með mjóa, langadregna flipa. Krónan allt að 2 sm í þvermál, flöt skífa, nokkuð vaxborin, hvít, purpura eða venjulega dökk kirsuberjarauð með appelsínugult eða samlitt auga. Krónupípa 2-3 x lengri en bikarinn, sívöl, flipar kantaðir og bogadregnir við grunninn, skarast oft.
Uppruni
Japan.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Mjög falleg tegund en fremur viðkvæm og oft skammlíf í ræktun, að minnsta kosti norðanlands. Er í uppeldi af og til, fræin frá nokkrum görðum - þarf reglubundna skiptingu (yngingu).
Yrki og undirteg.
Frægustu yrki eru.'Postford White' allt að 45 sm, stór, hreinhvít blóm með appelsínugult auga. 'Millers Crimson' allt að 45 sm, blóm dökkrauð með samlitt auga.'Valley Red' allt að 50 sm, blóm nær skær-skarlatsrauð, oftast með appelsínugult auga.