Primula hirsuta

Ættkvísl
Primula
Nafn
hirsuta
Íslenskt nafn
Roðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurableikur til lilla.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Allbreytileg tegund með opna blaðhvirfingu, þykk, stinn lauf. Plöntur ekki mélugar.
Lýsing
Lauf 2-13 x 1-4 sm, næstum kringlótt til aflöng, breið- og sljótennt, mjókka í vængbreiðan legg, þakin litlausum til rauðleitum eða oftar gulum kirtilhárum, allt að 0,2 mm, hárendinn litlaus til svartur. Blómstöngular allt að 7 sm, oft enginn eða því sem næst, venjuleg styttri eða jafn langur laufunum, með kirtilhár. Blóm 1-10, raðað út frá einni miðju. Stoðblöð 1-3 mm, venjulega +/- egglaga, pappírskennd. Bikar allt að 7 mm, grænn, límugur. Króna purpurableik til lilla, stöku sinnum hvít, oftast með hvítt auga. Krónutunga allt að 2,5 sm í þvermál. Blóm flöt skífa til ögn bollalaga. Krónupípa ljósari, allt að 3 x lengri en bikarinn, flipar egglaga, djúpsýldir hálfa leið niður í kringlóttaa flipa. Fræhýði ekki nema 0,8 x bikarinn.
Uppruni
V Európa.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta bæði norðan- og sunnanlands.