Allbreytileg tegund með opna blaðhvirfingu, þykk, stinn lauf. Plöntur ekki mélugar.
Lýsing
Lauf 2-13 x 1-4 sm, næstum kringlótt til aflöng, breið- og sljótennt, mjókka í vængbreiðan legg, þakin litlausum til rauðleitum eða oftar gulum kirtilhárum, allt að 0,2 mm, hárendinn litlaus til svartur. Blómstöngular allt að 7 sm, oft enginn eða því sem næst, venjuleg styttri eða jafn langur laufunum, með kirtilhár. Blóm 1-10, raðað út frá einni miðju. Stoðblöð 1-3 mm, venjulega +/- egglaga, pappírskennd. Bikar allt að 7 mm, grænn, límugur. Króna purpurableik til lilla, stöku sinnum hvít, oftast með hvítt auga. Krónutunga allt að 2,5 sm í þvermál. Blóm flöt skífa til ögn bollalaga. Krónupípa ljósari, allt að 3 x lengri en bikarinn, flipar egglaga, djúpsýldir hálfa leið niður í kringlóttaa flipa. Fræhýði ekki nema 0,8 x bikarinn.