Þykkir, marggreindir jarðstönglar. Grænu hlutar plöntunnar þaktir fjölmörgum, stuttum kirtilhárum. Öll plantan meira og minna límug.
Lýsing
Blöðin stinn, matt-gljáandi með brjósk á sagtenntum jöðrum. Lauf allt að 6 sm löng, 1 sm breið, öfuglensulaga til mjó-aftlöng. Blómin fjölmörg, umlukt breiðum blöðum, 2-8 blóm í sveip. Stoðblöð 4-12 mm breið egglaga til aflöng. Blómleggir allt að 2 mm. Blóm um 2 sm í þvermál, blómlitur breytilegur, hreinblár, bláfjólublár eða stokkrósableikur. Hvítblóma form eru einnig til. Blóm ilmsterk.
Uppruni
A Alpar, M Balkanskagi (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2, 12
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Lítt reynd, er í uppeldi sem stendur. Hefur snjóskýli að vetri í sínum náttúrulegu heimkynnum.
Yrki og undirteg.
Kvoðulykill (Primula glitinosa) er sú tegund þessarar deildar sem erfiðast er að rækta, lík í ræktun og deslykill (P. deorum) og alpalykill (P. integrifolium).