Stærstur þeirra lykla sem í ræktun eru hérlendis, með miklar og djúpar rætur, blómleggir allt að 90 sm háir.
Lýsing
Laufin allt að 20 x 15 sm, sumargræn, blaðkan egglaga, grunnur hjartalaga, leggir laufa allt að 40 sm langir með mjóa vængi, oft rauðleitir. Blómstönglar allt að 150 sm, hárlausir, stundum aðeins mélugir ofan til, sveipir með (10)15-30(-80) blómum. Blómleggir 2-10 sm +/- mélugir, rjómalitir. Bikar allt að 1 sm, bjöllulaga, 8-10 mm, gul mélugur að innan, klofinn að 1/3, áberandi 5 æðóttur, flipar ögn aftursveigðir. Krónan um 2 sm í þvermál, bjöllulaga, ilmandi, brennisteinsgul, flipar bogadregnir, heilir, yddir eða ögn tenntir. Fræhýði 2 x lengri en bikarinn. Fræ um það bil 2 mm.
Uppruni
Kína, SA Tíbet.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, græðlingar að hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Mjög falleg, auðræktuð og vinsæl garðplanta. Hefur vaxið lengi í garðinum. Vex á árbökkum og rökum svæðum í greniskógum í 2600-4000 m hæð í heimkynnum sínum.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til í görðum, til dæmis blendingar með rauðgul blóm og rauð blóm (að öðru leyti eins) til dæmis 'Aurantiaca', 'Bronze', 'Crimson Gold' og 'Rubra'.