Primula ellisiae

Ættkvísl
Primula
Nafn
ellisiae
Íslenskt nafn
Ásalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Primula rusbyi var. ellisiae
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Rauðrófupurpura til fjólublár.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar toppa sem hverfa alveg niður í jarðveginn að vetrinum.
Lýsing
Lauf 5-15 x 1,5-3 sm, oddbaugótt til aflöng-oddbaugótt eða öfuglensulaga, snubbótt eða ydd, mjókka smám saman að grunni, fíntennt, límug.Blómstönglar allt að 20 sm, mélugir ofantil. Blóm í 4-8 blóma sveipum. Stoðblöð 3-9 mm. Blómleggir allt að 4 sm, hvítmélugir, mislangir. Bikar allt að 1,3 sm, flipar kögrarðir af mélu, mynda 10 rif neðantil, brúnleitir og hvítmélugir til skiptis. Króna 1,5-3 sm í þvermál, flöt skífa, með kraga, rauðrófupurpura til fjólublá með gult auga. Krónupípa jafnlöng bikarnum, flipar breiðir, skarast, grunn- eða djúpskertir, ögn samanbrotnir eftir miðlínunni.
Uppruni
Bandaríkin.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft til að missa ekki plöntuna, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Þolir illa vetrarraka, skýla ef ef þörf krefur.